Fara í efni
Íþróttir

Áskell Örn skákmeistari SA í fjórða skipti

Áskell Örn Kárason er skákmeistari SA í fjórða skipti.

Áskell Örn Kárason sigraði á haustmóti Skákfélags Akureyrar, sem jafnframt er meistaramót félagsins. Hann varð þar með skákmeistari SA í fjórða skipti en til gamans má geta þess að Áskell Örn fagnaði fyrst sigri á haustmóti SA árið 1979 – fyrir 43 árum!

Keppendur á mótuni voru 12 og tefldu sex umferðir eftir svissnesku kerfi. Áskell Örn vann nauman sigur; fékk 5,5 vinninga, hálfum meira en meistari síðustu þriggja ára, Andri Freyr Björgvinsson. Elsa María Kristínardóttir varð í þriðja sæti með fjóra vinninga.

Í yngri flokki urðu bekkjarbræðurnir Tobias Þórarinn Matharel og Brirmir Skírnisson efstir og jafnir. Þeir tefldu svo tveggja skáka einvígi sem Tobias vann, eftir að hafa staðið höllum fæti í báðum skákunum.

Næsta verkefni Skákfélagsins er þátttaka í Evrópukeppni skákfélaga sem hefst í Mayrhofen í Austurríki á morgun, 3. Október.

Brimir Skírnisson og Tobias Matharel tefla um sigurinn í yngri flokki. Sigurvegarinn hægra megin.