Fara í efni
Íþróttir

Aron missir af stórum hluta tímabilsins

Aron Birkir Stefánsson, markvörður Þórs. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Aron Birkir Stefánsson, markvörður knattspyrnuliðs Þórs, er á leið í aðgerð vegna meiðsla og missir af stórum hluta keppnistímabilsins.

Hann hefur glímt við meiðsli í hné í vetur. Hnéskelin er mjög laus og hefur smollið úr og í lið, og nýlega kom í ljós í myndatöku að brot er í skelinni sem þarf að festa saman, að sögn Arons. „Það er talað um 10 til 12 vikur þannig að ég missi að minnsta kosti af stórum hluta af sumrinu,“ segir hann við Akureyri.net. Það er að sjálfsögðu mjög erfitt að þurfa að standa í þessu, ekki síst vegna þess að ég spilaði hálf meiddur allt síðasta sumar og þá var markmiðið að vera 110% klár fyrir þetta tímabil.“

Fyrsti leikur Þórs á Íslandsmótinu er 7. maí en miðað við þann tíma sem reiknað er með að það Aron að ná sér á strik á ný gæti hann í fyrsta lagi orðið klár í slaginn á ný síðari hluta júlímánaðar, þegar 14 umferðum verður lokið af 22 í Lengjudeildinni.