Fara í efni
Íþróttir

Arnór Þór valinn í lið umferðarinnar

Arnór Þór valinn í lið umferðarinnar

Arnór Þór Gunnarsson var valinn í úrvalslið 26. umferðar í þýsku 1. deildinni í handknattleik en umferðinni lauk um helgina. Þetta er í fyrsta skipti á leiktíðinni sem Arnór Þór er í liði umferðinnar. Handboltavefur Íslands, handbolti.is, segir frá þessu.

„Arnór Þór lék afbragðsvel þegar Bergischer HC sótti meistarana í THW Kiel heim á síðasta fimmtudag. Hann var markahæsti leikmaður vallarins ásamt Svíanum Niclas Ekberg hjá Kiel. Arnór Þór skoraði átta mörk, þar af fjögur úr vítaköstum, og brást ekki bogalistin í einu skoti,“ segir á handboltavefnum.

Smellið hér til að lesa frétt handbolti.is