Fara í efni
Íþróttir

Arnór og Oddur báðir í landsliðshópnum

Arnór Þór Gunnarsson og Oddur Gretarsson á HM í Egyptalandi. Ljósmynd: Ívar Benediktsson.
Arnór Þór Gunnarsson og Oddur Gretarsson á HM í Egyptalandi. Ljósmynd: Ívar Benediktsson.

Þórsararnir Arnór Þór Gunnarsson og Oddur Gretarsson eru báðir í landsliðshópnum í handbolta sem mætir Ísrael ytra 11. mars í undankeppni Evrópumótsins. Guðmundur Guðmundur landsliðsþjálfari tilkynnti hópinn í gær. Arnór, sem leikur með Bergischer í Þýskalandi, og Oddur, leikmaður Balingen – Weilstetten, voru báðir í landsliðinu á HM í Egyptalandi í janúar og Arnór fyrirliði.