Fara í efni
Íþróttir

Anna María keppir um brons – bein útsending

Anna María keppir um brons – bein útsending

Anna María Alfreðsdóttir úr íþróttafélaginu Akri keppir í dag um bronsverðlaun á stigamóti í bogfimi í Slóveníu. Leikurinn hefst klukkan 11.30 að íslenskum tíma og hér er hægt að horfa á beina útsendingu.

Anna María gerði mjög flotta hluti á mótinu, Veronicas Cup. Hún varð í fjórða sæti í undankeppni, sló tvö einstaklings Íslandsmet, í opnum flokki fullorðinna og U21, og einnig tvö Íslandsmet í liðakeppni með trissuboga.

Veronicas Cup er stigamót, þar vinnur fólk sér inn stig fyrir heimslistann. Þetta er fyrsta utanhússverkefni Bogfimisambands Íslands í ár og mikilvægt mót sem undirbúningur fyrir Evrópumótið utandyra í júní, að því er segir í tilkynningu.