Fara í efni
Íþróttir

Akureyringar í HM gír í Gautaborg – MYNDIR

Þórir Tryggvason hefur myndað akureyrska íþróttamenn í áratugi og er því vanari að vera hinum megin við myndavélina! Hann skrapp til Gautaborgar með eiginkonu og börnum. Frá vinstri: Ólafur Már Þórisson, Kristín Hallgrímsdóttir, Þórir Ólafur Tryggvason, Lilja Sif Þórisdóttir og Hákon Ingi Þórisson. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Leiks Íslands og Svíþjóðar á heimsmeistaramótinu í handbolta í Gautaborg í kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu. Þúsundir Íslendinga munu vera komnir til borgarinnar og óhætt er að segja að stemningin hafi verið með ólíkindum í dag þegar gífurlegur fjöldi fólks kom saman á hóteli í miðborginni til að hita upp fyrir leikinn. Töluvert er af Akureyringum í Gautaborg vegna HM – Akureyri.net smellti mynd af nokkrum þeirra í dag!

Frá vinstri: Ásmundur Smári Ragnarsson, Sævar Jóhannesson, Björn Kristinn Jónsson, Kristján Helgi Garðarsson, Sara Skaptadóttir, Daði Jónsson og Siggi Brebensson, danskur vinur þeirra.

Frá vinstri: Nóel Atli Arnórsson, Arnór Atlason, Siguróli Sigurðsson, Þórður Sigmundur Sigmundsson.

Frá vinstri: Ingólfur Árnason, Aðalgeir Axelsson, Rúnar Björnsson og Fannar Daði Malmquist Gíslason.

Hjónin Linda Guðmundsdóttir og Geir Kristinn Aðalsteinsson.

Frá vinstri: Orri Stefánsson, Hreiðar Levý Guðmundsson - sem lék á sínum tíma með KA og Akureyri - og Daði Laxdal, fyrrverandi handboltakappi af Seltjarnarnesi.