Fara í efni
Íþróttir

Akureyrardætur á meðal keppenda í Svíþjóð

Akureyrardæturnar, frá vinstri: Hafdís Sigurðardóttir, Silja Jóhannsdóttir, Silja Rúnarsdóttir og Fr…
Akureyrardæturnar, frá vinstri: Hafdís Sigurðardóttir, Silja Jóhannsdóttir, Silja Rúnarsdóttir og Freydís Heba Konráðsdóttir.

Fjórir Akureyringar eru í hópi þeirra Íslendinga sem taka þátt í hjólreiðakeppninni PostNord U6 Cycle Tour í Svíþjóð sem hefst á mánudaginn. Það eru Akureyrardæturnar, Silja Jóhannesdóttir, Silja Rúnarsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir og Freydís Heba Konráðsdóttir, sem keppa í svokölluðum Elite flokki, hópi þeirra bestu.

„Hjólreiðasamband Íslands hefur boðið afrekshjólreiðafólki að taka þátt í mótinu undir merkjum HRÍ, en valið byggir á afreksstefnu sambandsins og frammistöðu í keppnum sumarsins,“ segir á heimasíðu Hjólreiðafélags Akureyrar (HFA).

„Þetta verður frábær reynsla fyrir þær sem og aðra í liði HRÍ, og viðurkenning á því hversu langt þær hafa náð í greininni. HFA óskar þeim innilega til hamingju með valið og óskar þeim að sjálfsögðu góðs gengis.“