Fara í efni
Íþróttir

Afturelding sigraði Þór mjög örugglega

Sigurður Kristófer Skjaldarson, sem hér er tekinn föstum tökum í kvöld, gerði fimm mörk. Ljósmynd: S…
Sigurður Kristófer Skjaldarson, sem hér er tekinn föstum tökum í kvöld, gerði fimm mörk. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar áttu aldrei möguleika gegn liði Aftureldingar í kvöld, í Olísdeild Íslandsmótsins í handbolta. Liðin mættust í íþróttahöllinni á Akureyri og gestirnir ummu auðveldan sigur, 36:24. Þór er því enn með aðeins fjögur stig í næst neðsta sæti fimm stigum eftir á næsta liði, Gróttu.

Í stuttu máli má segja að fátt hafi gengið upp hjá Þórsurum í kvöld. Munurinn var aðeins þrjú mörk í hálfleik, 18:15, fyrir gestina sem var í raun ótrúlegt vegna þess hve Þórsurum voru oft mislagðar hendur fyrri helming leiksins, en með því að vanda sig meira í sókn og stilla betur saman strengi í varnarleiknum gátu þeir jafnvel látið sig dreyma um að fá eitthvað út úr leiknum. En það fór á hinn veginn; sóknarleikurinn var ekki nægilega góður og vörnin, sem hefur verið býsna góð undanfarið, var töluvert frá sínu besta. Því fór sem fór. Gestirnir voru einfaldlega miklu betri í kvöld.

Igor Iopyshynskyi 6 (3 víti), Sigurður Kristófer Skjaldarson 5, Þórður Tandri Ágústsson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 3, Karolis Stropus 3, Aron Hólm Kristjánsson 2, Gísli Jörgen Gíslason 1 og Hafþór Ingi Halldórsson.

Arnór Þór Fylkisson varði 6 skot (1 víti) og Jovan Kukobat 5.

Öll tölfræði leiksins