Fara í efni
Íþróttir

60 ára afmælismót Óðins er um helgina

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Sundfélagið Óðinn er 60 ára á þessu ári og af því tilefni er haldið afmælismót um helgina. Afmælissprengimót kalla Óðinsmenn mótið, sem verður í Sundlaug Akureyrar bæði í dag og á morgun.

Afmælisveislan verður haldin á morgun, sunnudag, eftir að keppni lýkur. Veislan verður í Brekkuskóla og stendur frá klukkan 15.00 til 18.00. Þar verður opið hús fyrir iðkendur og foreldra, núverandi og fyrrverandi, og aðra velunnara Óðins.