Fara í efni
Íþróttir

30. Akureyrarhlaupið, skráning til miðnættis

30. Akureyrarhlaupið, skráning til miðnættis

Akureyrarhlaup verður haldið í þrítugasta sinn á morgun, fimmtudaginn 1. júlí. Hlaupið er sem fyrr fyrir alla, unga sem aldna, byrjendur sem lengra komna!

Að þessu sinni er boðið upp á tvo rástíma í hálfmaraþoni svo hlauparar sem telja að þeir séu lengur en 1:50:00 að hlaupa vegalengdina starta hálftíma á undan þeim sem eru hraðari. Hálfmaraþon-hlauparar fara af stað kl. 19.00 og 19.30, en 5 og 10 km hlauparar kl. 20:05.

Vegalengdir

  • Boðið er upp á 5 km, 10 km og hálft maraþon.
  • Einnig er boðið upp á boðhlaupskeppni í 10 km hlaupi. Þá eru fjórir saman í liði og hlaupa 2,5 km hver. Nánar hér um boðhlaupið.
  • Rás- og endamark er við Hof og er hlaupið um Oddeyri og fram í Eyjafjörð svo hlaupaleiðin er marflöt og vænleg til góðra afreka, segir í tilkynningu.

Hér má finna kort af hlaupaleiðunum og upplýsingar um staðsetningu drykkjarstöðva.

Allar vegalengdir eru löglega mældar og mun framkvæmd hlaupsins taka mið af reglum FRÍ um framkvæmd götuhlaupa svo árangur fæst skráður í afrekaskrá FRÍ. Nánar hér um þær reglur.

Skráning í hlaupið fer fram á hlaup.is – hér er hægt að skrá sigað sig. Opið er fyrir skráningu til miðnættis í kvöld, miðvikudagskvöld. Afhending keppnisgagna er í World Class við Strandgötu kl. 16:00 til 19:00 á keppnisdag. Athugið að í ár verður ekki hægt að skrá sig á staðnum á keppnisdag eins og verið hefur.

  • 5 km hlaup kr. 1.500
  • 10 km hlaup kr. 3.000
  • Hálfmaraþon kr. 5.000
  • Boðhlaup í 10 km 6.000 kr
  • 18 ára og yngri greiða aðeins 1500 kr. í allar vegalengdir

Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar.