Fara í efni
Íþróttir

14 ára strákur skoraði fyrir KF gegn Þór2

Guðni Sigþórsson (15) kemur Þór í 2:0 gegn KA2 í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Guðni Sigþórsson (15) kemur Þór í 2:0 gegn KA2 í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Fjórir leikir voru í Boganum um helgina í Kjarnafæðismótinu í fótbolta, þessu árlega æfingamóti sem Knattspyrnudómarafélag Norðurlands stendur fyrir.

Þór/KA – Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir    2:0
Margrét Árnadóttir gerði bæði mörk Akureyrarliðsins, á 10. og 29. mín. Leikurinn fór fram í gær, sunnudag.

Þór – KA2    4:0
Bjarki Þór Viðarsson skoraði á 4. mín., Guðni Sigþórsson gerði tvö næstu mörk, á 28. og 45. mín. og Elvar Baldvinsson gerði fjórða markið á 79. mín. Þórsarar léku einum manni færri í klukkutíma, eftir að Sigurður Marinó Kristjánsson fékk annað gula spjaldið og þar með rautt, á 34. mínútu. Leikurinn var í gær, sunnudag.

KF – Þór2    2:1
Aðalgeir Axelsson kom Þór yfir með frábæru skot utan teigs vinstra megin á 66. mín.; skrúfaði boltann efst í fjærhornið. Elvar Máni Guðmundsson, sem kom af varamannabekknum á 68. mínútu, jafnaði fyrir KF á 75. mín. og það er afar athyglisvert því Elvar er einungis 14 ára! Þessi bráðefnilegir KA-strákur, sem var lánaður til KF, verður ekki 15 ára fyrr en síðar í þessum mánuði. Andi Andri Morina gerði svo sigurmarkið á 85. mín. Þessi leikur var á laugardaginn.

Tindastóll - Þór/KA2     2:0
Jacqueline Altschuld skoraði á 18. mínútu og Bryndís Rut Haraldsdóttir á 25. mín. Þar við sat. Leikurinn fór fram á föstudagskvöldið.