Fara í efni
Fréttir

Hreinsað til með valdi hjá bílapartasölu?

Lóð bílapartasölunnar Auto á Svalbarðsströndinni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Svalbarðsstrandarhreppur hefur farið fram á dómsúrskurð til að hefja hreinsun með valdboði á lóð bílapartasölunnar Auto á Svalbarðsströnd gegnt Akureyri. Fréttastofa RÚV greindi frá þessu í gærkvöldi. Þar sagði eigandi fyrirtækisins engar líkur á að til þess komi því hreinsun sé langt komin.

„Heilbrigðisfulltrúi hefur gert ítrekaðar kröfur á fyrirtækið um að taka til á lóð, einfaldlega að fjarlægja mikinn fjölda af bílhræjum og lausadóti og drasli. Það var gerð tilraun til að hreinsa hérna seint í sumar en því miður þá brást fulltrúi fyrirtækisins við á þann hátt að setja upp keðju á heimreiðina og meina okkur aðgang,“ sagði Alfreð Schiöth, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, í frétt RÚV.

„Það eru mengandi efni hérna, það er bensín á bílum í einhverju mæli og olíur, rafgeymar sem sagt spilliefni og síðan er verklagið þannig að það er ákveðin hætta á að svona hlutir hreinlega hrynji í vindi og einhverjir gætu orði fyrir slysi,“ sagði Alfred Schiöth.

Frétt RÚV