Fara í efni
Fréttir

Von og trú – og fitandi bragðarefur alla daga

Von og trú – og fitandi bragðarefur alla daga

Von og trú bara á góma í ávarpi sem séra Hildur Eir Bolladóttir flutti á 70 ára afmælishátíð Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis í Hofi í gær – og bragðarefir með Snickers, Mars og Þristi!

„Þegar ég tala um von þá er ég að tala um trú. Það sem hefur hjálpað mér mest er að hafa átt foreldra sem ólust bæði upp (og ég veit að þetta mun hljóma undarlega í eyrum sumra) við töluvert óöryggi,“  sagði Hildur Eir og útskýrði vel hvers vegna.

Svo var það mataræðið. „Ég hugsaði reyndar oft um að gera mér grænan sjeik á morgnana með spínati, avókadó og sellerí en endaði nánast alltaf með bragðaref í hönd sem innihélt Snickers, Mars og Þrist,“ sagði Hildur Eir. „Þegar maður er í lyfjameðferð þá líður manni oft eins og maður sé þunnur og þá verður græni drykkurinn einhvern veginn ekki nógu huggunarríkur, bragðarefur nær hins vegar að dekka bæði líkamlega og andlega líðan en vondu fréttirnar eru þær að maður fitnar dálítið ef maður borðar bragðaref á hverjum einasta degi og ég lenti einmitt því. Ég leit ekki út eins og krabbameinssjúklingarnir í bíómyndunum, grindhoruð með stór útstandandi döpur augu og áberandi kinnbein, ég var meira svona eins og búddalíkneski, feit, sköllótt og þegar ég brosti voru augun á mér bara tvær þráðbeinar línur, það vantaði bara að ég væri með svona óvenju síða eyrnasnepla og í þeim stóra og þunga gullhringi.“

Smellið hér til að lesa pistil Hildar Eirar.