Fara í efni
Fréttir

Vinir Ágústs safna fyrir MND félagið

Feðgarnir Ágúst H. Guðmundsson og Júlíus Orri Ágústsson. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Feðgarnir Ágúst H. Guðmundsson og Júlíus Orri Ágústsson. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Vinir og velunnarar Ágústs H. Guðmundssonar, sem lést 1. janúar síðastliðinn, langt fyrir aldur fram, hafa hrundið af stað fjársöfnun í hans nafni, til styrktar MND félaginu. 

„MND félagið var Ágústi afar kært og því við hæfi að sameinast um að safna fé sem fjölskylda Ágústs færir félaginu í hans nafni. Við hvetjum öll sem eru aflögufær að leggja inn á reikning í nafni sonar hans, 0511 – 14 – 006648, kt 0109012940 og dreifa þessum upplýsingum sem víðast. Margt smátt gerir eitt stórt,“ segir í tilkynningu frá þeim.