Fara í efni
Fréttir

Viltu tilnefna konu til viðurkenningar FKA?

Síðasta hátíð; frá vinstri, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Anna Stefánsdóttir, Þor…
Síðasta hátíð; frá vinstri, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Anna Stefánsdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, en þær þrjár hlutu viðurkenningu, og Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA.

Er einhver kona í atvinnulífi bæjarins sem þér finnst skara fram úr? Eiga jafnvel skilið viðurkenningu frá Félagi kvenna í atvinnulífinu? Nú gefst tækifæri til að koma viðkomandi á framfæri.

Félag kvenna í atvinnurekstri, FKA, heldur viðurkenningarhátíð snemma hvers árs  og vonast til þess að fá sem flestar tilnefningar. „Það er svo mikilvægt að beina kastaranum að flottum fyrirmyndum, fjölbreytileika og fá nöfn af fjölbreyttum hópi kvenna á lista og nöfn kvenna af öllu landinu,“ segir í fréttatilkynningu frá FKA, þar sem fjallað er um hátíðina.

Á viðurkenningarhátíðinni 2021 verða veittar þrjár viðurkenningar:

  • FKA viðurkenningin
  • FKA þakkarviðurkenningin
  • FKA hvatningarviðurkenningin

„Mikilvægt er að fá á blað nöfn ólíkra kvenna af öllu landinu, fjölbreyttan hóp kvenna á lista sem dómnefnd mun vinna með og á endanum velja þær konur sem verða heiðraðar af FKA í janúar 2021,“ segir í tilkynningunni.

Þar er vakin athygli á að hægt er að tilnefna konur í öllum flokkum eða bara einum. Konurnar sem eru tilnefndar þurfi ekki að vera félagskonur FKA og hver sem er getur sent inn tilnefningu.

HÉR er hægt að tilnefna þar til á hádegi á fimmtudaginn