Fara í efni
Fréttir

Viltu rækta þínar eigin matjurtir í sumar?

Akureyringum gefst kostur á að leigja matjurtagarða af sveitarfélaginu í sumar eins og undanfarin ár, og rækta þar eigið grænmeti. Hver garður er 15 fermetrar og er leigugjaldið 4.900 krónur. Vakin er athygli á þessu vegna þess að frestur til þess að sækja um garð rennur út næsta sunnudag, 14. mars.

Á vef bæjarins kemur fram að leiðbeiningar og ráðgjöf verða í boði á staðnum. Þar er bent á að takmarkaður fjöldi garða er til úthlutunar og því er rétt að hafa hraðar hendur. Umsóknum skal koma á framfæri í gegnum netfangið gardur@akureyri.is eða í síma 460-1108. Fram skal koma nafn, kennitala, símanúmer og netfang umsækjanda.