Fara í efni
Fréttir

Viltu kaupa „aukagjöf“ fyrir Jólaaðstoð?

Viltu kaupa „aukagjöf“ fyrir Jólaaðstoð?

Árleg jólapakkasöfnun Glerártorgs er hafin. Verslunarmiðstöðin vinnur að söfnunni ásamt Jólaaðstoð, samstarfsverkefni Rauða krossins við Eyjafjörð, Hjálpræðishersins á Akureyri, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Hjálparstarfs kirkjunnar. Viðskiptavinir eru hvattir til að kaupa eina aukagjöf og setja við jólatré Glerártorgs. Fólk er minnt á að gott sé að merkja pakkann kyni og aldri barns. Í tilkynningu frá Glerártorgi eru þeir sem vilja leggja söfnuninni lið hvattir til þess að vera tímanlega á ferðinni. Síðasti dagur söfnunarinnar er 6. desember.