Fara í efni
Fréttir

Viltu fá heimsókn eða vera heimsóknavinur?

Fjallað er um Heimsóknavini í pistli vikunnar frá starfsfólki Rauða krossins við Eyjafjörð á Akureyri.net í dag.

„Öll höfum við þörf fyrir að eiga samskipti við annað fólk því án þeirra erum við í hættu á að einangrast og verða einmana. Félagsleg einangrun er algengari en mörg grunar og hefur samkvæmt rannsóknum slæm áhrif á andlegt og líkamlegt heilsufar,“ segir í pistlinum.

„Heimsóknavinir eru eitt af áhersluverkefnum Rauða krossins. Þetta er afar mikilvægt verkefni sem miðar að því að létta fólki lífið og rjúfa félagslega einangrun fólks þar sem það á við. Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á einkaheimili, stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili, venjulega einu sinni í viku, eina klukkustund í senn.“

Smellið hér til að lesa pistilinn.