Fara í efni
Fréttir

Vill eldri borgara sem efst á framboðslista

Hallgrímur Gíslason, formaður Félags eldri borgara á Akureyri, hvetur eldra fólk til þess að komast til áhrifa hjá stjórnmálaflokkum og öðrum framboðum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor.

„Við þurfum að leita allra leiða til að komast sem efst á sem flesta framboðslista, til að hafa áhrif á stjórnun bæjarins,“ segir Hallgrímur í grein sem birtist á Akureyri.net í dag.

„Við skulum ekki binda okkur við að kjósa það sama og við kusum fyrir fjórum árum eða í síðustu alþingiskosningum, heldur horfa til framtíðar og kjósa það framboð sem við treystum best til að sinna okkar aldurshópi,“ segir Hallgrímur.

Smellið hér til að lesa greinina.