Fara í efni
Fréttir

Vill aðgerðir til heilsueflingar eldri borgara

Akureyri stendur að baki mörgum sveitarfélögum hvað varðar aðgerðir til heilsueflingar eldri borgara. Þetta segir Sverrir Páll Erlendsson, fyrrverandi menntaskólakennari, og hvetur til úrbóta. „Má nefna að á höfuðborgarsvæðinu hefur um árabil verið ókeypis í sund fyrir eldri borgara, þar er líka ókeypis í skíðabrekkurnar í Bláfjöllum og Skálafelli, á skautasvellin auk fjölmargra safna og menningarstofnana.“

Sverrir segir fulltrúa í Öldungaráði Akureyrar hafa með litlum árangri reynt að knýja fram víðtækar aðgerðir til heilsueflingar aldraðra, „meðal annars frístundastyrk, en mikilvægt væri að bærinn veiti eldri borgurum styrk til þátttöku í fjölbreyttri líkamsrækt. Vonandi verður unnt að opna augu bæjaryfirvalda fyrir því að aldraðir eiga ekki að vera afgangsstærð. Þeir eiga inni hjá bænum. Þeir eiga það líka inni hjá ríkinu að ekki séu hafðar af þeim réttmætar bætur og launahækkanir, eins og um hefur verið rætt þessar vikurnar,“ segir Sverrir Páll.

Grein Sverris Páls