Fara í efni
Fréttir

Vilja bjóða fjölskyldu gistingu á Tenerife

Davíð Kristinsson og Eva Ósk Elíasardóttir sem búsett eru á Tenerife og Akureyri.net hefur áður fjallað um tilkynntu í dag að þau vilji bjóða fjölskyldu að dvelja ókeypis í húsi sem þau hafa leigt út á eynni, frá 16. til 27. apríl.

Þau skrifuðu á Facebook í dag: „Við eigum laust í húsinu okkar frá 16. apríl-27. apríl. Síðasta ár hefur verið 98% bókað hjá okkur. Nú er kominn tími til að gefa tilbaka. www.gistingtene.is. Við viljum endilega gefa þessa daga til fjölskyldu sem eiga langveikt barn eða fyrir þá sem eru að berjast við krabbamein og þeirra fjölskyldu. Ef einhver getur nýtt sér þennan tíma þá endilega hafa samband á eva@30.is og við förum yfir umsóknir hratt.“

https://www.facebook.com/fjolskylduibudtenerife