Fara í efni
Fréttir

Vilhelm landaði fyrst í Skagen í Danmörku

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri, á bryggjunni…
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri, á bryggjunni þegar Vilhelm fór í fyrstu veiðiferðina. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Vilhelm Þorsteinsson, hið nýja uppsjávarskip Samherja, kom inn til löndunar í fyrsta skipti í gær – í Skagen í Danmörku. Skipið var með fullfermi af kolmunna, um 3.100 tonn. Þetta kemur fram á sjávarútvegsvefnum Auðlindinni.

Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja segir við Auðlindina að veiðiferðin hafi gengið mjög vel og engin vandamál komið upp. Fulltrúar skipasmíðastöðvarinnar Karstensens hafi svo notað tækifærið til að koma um borð og yfirfara ýmis smáatriði. Heimatökin voru hæg vegna þess að skipasmíðastöðin er einmitt í Skagen. Skipið var að veiðum í færeysku lögsögunni og heldur þangað á ný.

Auðlindin