Fara í efni
Fréttir

Vígsla lyftunnar ekki fyrr en í næstu viku

Vígsla lyftunnar ekki fyrr en í næstu viku

Nýja skíðalyftan í Hlíðarfjalli verður ekki vígð í dag, eins og fyrirhugað var. Vígslan frestast þar til í næstu viku, en ekki er ljóst hvaða dag þau tímamót verða. Ástæðan er fyrst og fremst sú að veðrið hefur verið til vandræða, mikil snjókoma síðasta sólarhring, og vegna bilana snjótroðara hefur reynst erfitt að ljúka nauðsynlegri vinnu í brekkunum.