Fara í efni
Fréttir

Veruleg misskipting fjár milli landshluta

Ingibjörg Isaksen, þingsflokksformaður Framsóknar og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis, segir mikilvægt að brugðist sé við óskum um innspýtingu vegna uppbyggingar efnislegra innviða á ferðamannastöðum í kjölfar mikillar fjölgunar ferðamanna. Misskipting fjármagns á milli landshluta ýti hins vegar sannarlega ekki undir það markmið að allir hafi jöfn tækifæri óháð búsetu. Samfélagið, þingmenn og ráðherrar þurfi að átta sig á því.

Barist sé fyrir stöndugri ferðaþjónustu um allt land, segir Ingibjörg í grein sem birtist á Akureyri.net í dag, en „þegar litið er til úthlutunar fjármagns úr Landsáætlun eftir landshlutum kemur í ljós að veruleg misskipting er milli landsvæða. Bróðurpartur fjármagnsins, 71%, hefur farið í eina átt, þ.e. til Suðurlands. Þetta er annað árið í röð sem meirihluti fjármagnsins er úthlutað til Suðurlands. Árið 2022 fór rétt um 50% af 908 milljónum króna í verkefni tengd uppbygginu innviða á Suðurlandi.“

Smellið hér til að lesa grein Ingibjargar