Fara í efni
Fréttir

Veitingastaðnum Sushi Corner lokað

Mynd af Facebook síðu Sushi Corner

Rekstri veitingastaðarins Sushi Corner neðst í Kaupvangsstræti á Akureyri hefur verið hætt. Það var tilkynnt með stuttri orðsendingu á lokuðum dyrum staðarins í dag og einnig má sjá hana á Facebook síðu staðarins.

Staðurinn hefur verið í rúm átta ár, síðan í apríl 2017. Sushi Corner var í eigu K6 veitinga sem rekið hefur þrjá aðra veitingastaði í miðbænum, Rub 23, Bautann og Pizza Smiðjuna.