Fara í efni
Fréttir

Vegurinn ruddur en er enn lokaður

Ljósmyndir: Lögreglan á Norðurlandi eystra

Starfsmenn Vegagerðarinnar hófu í dag hreinsunarstarf á Grenivíkurvegi þar sem aurskriða féll í fyrrinótt. Vegurinn er enn lokaður og verður um sinn.

Eftirlitsmenn frá Veðurstofu skoðuðu í morgun aðstæður ásamt lögreglu og eftir þá skoðun var Vegagerðinni heimilað að hefja störf á vettvangi.

Flogið var yfir með dróna og skriðusvæðið myndað. Ekki hafa nýjar skriður fallið úr fjallshlíðinni en töluvert vatn er enn í skriðunum.

Staðan verður metin aftur á morgun, laugardag, og vegurinn áfram lokaður þar til Veðurstofan gefur grænt ljós og Vegagerðin lokið sínu hreinsunarstarfi. Samkvæmt verkstjóra hjá Vegagerðinni mun sú vinna taka sinn tíma þar sem um er að ræða mikið magn af jarðvegi sem þarf að fjarlægja.