Fara í efni
Fréttir

Vegur lokaður vegna umferðarslyss

Vegur lokaður vegna umferðarslyss

Umferðarslys varð á Moldhaugnahálsi fyrir skömmu, á mótum hringvegar og Ólafsfjarðarvegar, að því er segir á Facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Lokað verður fyrir umferð um tíma en bent er á hjáleið um Hörgárdal og Skjaldarvíkurveg, ekið er af þjóðvegi 1 við Bægisá og Hlíðarbæ. Lögreglan biður vegfarendur um að sýna biðlund.

Viðbót klukkan 15:23 - Af Facebook síðu lögreglunnar: Laust fyrir kl. 14 í dag var tilkynnt um umferðarslys á gatnamótum Hringvegar og Ólafsfjarðarvegar. Fimm manneskjur slösuðust í tveimur bílum þegar árekstur varð. Fólkið var flutt af vettvangi  í sjúkrabifreiðum en ekki liggja fyrir upplýsingar um ástand fólksins. Unnið er að vettvangsrannsókn og mun henni ljúka upp úr kl 15:30.