Fara í efni
Fréttir

Veður skaplegt en viðvörun enn í gildi

Veðrið er ágætt á Akureyri í morgun og nær ekkert hefur snjóað í nótt eins og sjá má. Ljósmynd: Skap…
Veðrið er ágætt á Akureyri í morgun og nær ekkert hefur snjóað í nótt eins og sjá má. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Veðrið er enn skaplegt á Akureyri. Vindur hefur aukist smám saman með morgninum en engin vandamál skapast.

Já, það hefur smá saman verið að vaxa vindurinn en engin vandamál skapast. „Fólk hefur líka bara tekið þessum tilmælum vel og er því almennt ekki á ferðinni að nauðsynjalausu,“ sagði Hermann Karlsson hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í morgun.

Enn er appelsínugul viðvörun í gangi fyrir landshlutann. Spáð er suðaustan 20-28 m/s með snjókomu og skafrenningi, „hvassast á Tröllaskaga og í Eyjafirði. Talsverðar líkur á foktjóni og samgöngutruflunum. Fólki er ráðlagt að ganga vel frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framvkæmdasvæðum. Ekkert ferðaveður er á svæðinu á meðan viðvörunin er í gidi,“ segir á vef Veðurstofunnar.