Fara í efni
Fréttir

Varnargarður til að vernda aðflugsbúnað

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Gífurlegar leysingar eru í Eyjafirði sem annars staðar á Norður- og Austurlandi í hlýindunum. Eyjafjarðará er sem bullandi stórfljót og mórauð eftir því. Það er ekki síst áberandi þegar horft er yfir Pollinn!

Unnið var að því í dag að búa til varnargarð í kringum lítið hús vestan við Akureyrarflugvöll, þar sem er aðflugsbúnaður, svo ekki flæði vatn þar inn og skemmi búnaðinn. Þegar garðurinn verður tilbúinn verður vatni dælt frá húsinu. Að öðru leyti er vatnið ekki til vandræða á svæðinu, að sögn Hjördísar Þórhallsdóttur, flugvallarstjóra.