Fara í efni
Fréttir

Valur í fullt starf við Sjúkraflutningaskólann

Valur Freyr Halldórsson hefur verið ráðinn í fullt starf sem fag- og verkefnisstjóri hjá Sjúkraflutningaskólanum. Valur er menntaður hjúkrunarfræðingur og bráðatæknir og hefur starfað hjá Slökkviliði Akureyrar í 21 ár. Margar kannast líka við hann sem trommara þeirrar vinsælu hljómsveitar, Hvanndalsbræðra.

Hann hefur einnig verið verkefnisstjór hjá Sjúkraflutningaskólanum sl. tvö ár í hlutastarfi en verið umsjónarmaður námskeiða og verkefnisstjóri í verktöku í mörg ár þar á undan.

Valur ber ábyrgð á námsefni og uppfærslu þess, auk þess að sinna öðrum verkefnum sem snúa að skipulagi námskeiða, einkunn í framhaldsnámi og endurmenntun, að því er segir á heimasíðu skólans.

Hlutverk Sjúkraflutningaskólans samkvæmt samningi milli Velferðarráðuneytisins og Sjúkrahússins á Akureyri er að skipuleggja, stjórna og sjá um menntun sjúkraflutningamanna á Íslandi. Skólinn starfar samkvæmkt námskrá Landlæknis um menntun sjúkraflutningamanna á Íslandi.

Vefur Sjúkraflutningaskólans