Fara í efni
Fréttir

Vaktað geymslusvæði í bæjarlandinu?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknar á Akureyri, vill að komið verði upp vöktuðu geymslusvæði í bæjarlandinu þar sem einstaklingar og fyrirtæki geti leigt pláss fyrir ökutæki, gáma, hjólhýsi og vinnuvélar.

Sunna skrifar grein um málið sem birtist á Akureyri.net í dag. Hún segir að uppbyggingu fylgi eðlilega alls konar tæki og tól, kostnaðarsamt getið verið fyrir fyrirtæki að koma sér upp stæðum og því þurfi að leita annarra lausna sem séu sniðnar að mismunandi þörfum. Á síðasta fundi skipulagsráðs var samþykkt tillaga Sunnu um að funda með verktökum, atvinnurekendum og félagasamtökum um málið.

Smellið hér til að lesa grein Sunnu Hlínar