Fara í efni
Fréttir

Unnur er ólétt og spilar því ekki meira í vetur

Unnur Ómarsdóttir, landsliðskona í handbolta, er ólétt og leikur því ekki meira með KA/Þór í vetur. Hún hefur ekki verið með liðinu í undanförnum leikjum og hefur nú upplýst hver ástæðan er! Unnur á von á sér í september.

Eiginmaður Unnar er handboltamaðurinn Einar Rafn Eiðsson, leikmaður KA. Þau eiga eina dóttur, Móeiði.

Unnur birti þessa fallegu mynd af þeim Einari og Móeiði dóttur þeirra á Instagram.