Fara í efni
Fréttir

Ungir dansarar úr DSA á heimsmeistaramótið

Keppendur úr DSA stilla sér upp með verðlaunum sínum. Myndir með fréttinni eru aðsendar.

Nemendur úr DSA - Listdansskóla Akureyrar tóku þátt í undankeppni heimsmeistaramótsins Dance World Cup í Borgarleikhúsinu síðastliðin mánudag. Lið DSA voru sigursæl á mótinu og unnu meðal annars gull í flokknum söngur og dans. Auk þess unnu lið DSA fjögur silfur og eitt brons.

Yngsti keppandinn í hópi DSA er aðeins 6 ára gömul en hún fór heim með þrjú verðlaun. 

Heimsmeistaramótið verður haldið í Prag í sumar, og þar hafa öll atriði DSA unnið sér inn keppnisrétt. Þetta er í fimmta sinn sem DSA - Listdansskóli Akureyrar tekur þátt í Dance World Cup en þar koma saman rúmlega 100.000 börn frá 50 löndum. Í sumar verður keppnin haldin í Prag í Tékklandi.