Fara í efni
Fréttir

Undanúrslit karla á undan kvennaleikjunum

Bikarmeistarar KA/Þórs fagna eftir sigur á Fram í úrslitaleiknum á síðasta ári. Ljósmynd: Alma Skaptadóttir.

Upprunalegri niðurröðun undanúrslita bikarkeppninnar í handbolta í næstu viku hefur verið breytt; karlaleikirnir verða á miðvikudegi og leikir kvennaliðanna á fimmtudegi. Kvennalandsliðið mætir Tyrkjum ytra í dag í undankeppni EM og aftur á Ásvöllum í Hafnarfirði sunnudaginn 6. mars og var breytingin ákveðin í gær í því skyni að gefa leikmönnum kvennalandsliðsins einn auka frídag eftir Tyrkjaleikina.

Undanúrslit karla - miðvikudag 9. mars

  • 18.00 Þór/FH - Valur
  • 20.15 Selfoss - KA

Undanúrslit kvenna - fimmtudag 10. mars

  • 18.00 KA/Þór - Fram
  • 20.15 ÍBV - Valur

Úrslitaleikur bikarkeppni kvenna hefst kl. 13.30 laugardaginn 12. mars og úrslitaleikur karla sama dag kl. 16.00.

  • Síðasti leikur átta liða úrslita bikarkeppni karla fer fram í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Þórsarar taka þá á móti FH-ingum klukkan 19.00.