Fara í efni
Fréttir

Um 3.600 hafa mótmælt banni við lausagöngu

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Ríflega 3.600 manns höfðu um miðjan dag skrifað undir mótmæli við þeirri ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar að banna lausagöngu katta í sveitarfélaginu frá 1. janúar 2025.

Tillaga um bann við lausagöngu var samþykkt í bæjarstjórn í síðustu viku; sjö greiddu tillögunni atkvæði en fjórar bæjarfulltrúar voru á móti.  Viðbrögð við ákvörðuninni hafa verið gríðarleg, margir eru hæstánægðir en fjölmargir á öndverðum meiði; eru vægast sagt ósáttir.

Kattavinurinn Hildur Svavarsdóttir útbjó fyrir helgi mótmælaskjal á netinu sem sjá má ef smellt er hér