Fara í efni
Fréttir

Tveir landsliðsmenn frá Kjarnafæði-Norðlenska

Landsliðið á síðustu æfingu fyrir ferðina á HM.

Landslið kjötiðnaðarmanna keppir í dag á sínu fyrstu stórmóti, World Butcher Challenge, sem fram fer í Bandaríkjunum, í borginni Sacramento í Kaliforníu. Kjarnafæði-Norðlenska á tvo fulltrúa í liðinu.

„Við hjá Kjarnafæði-Norðlenska erum gríðarlega stolt af því að eiga tvo landsliðsmenn en það eru þeir Stefán Einar Jónsson og Róbert Ragnar Skarphéðinsson. 13 þjóðir keppa og er Ísland eina Norðulandaþjóðin sem tekur þátt,“ segir á vef fyrirtækisins.

Keppnin fer fram í dag, laugardag, frá klukkan 18.00 til 21.15 að íslenskum tíma.  fer fram laugardaginn 3.september kl. 18:00 - 21:15 á íslenskum tíma. Hér verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu.