Fara í efni
Fréttir

Tveimur bílum stolið á Akureyri í fyrrinótt

Tveimur bílum stolið á Akureyri í fyrrinótt

Tveimur bílum var stolið á Akureyri aðfararnótt sunnudagsins og eru enn ófundnir, að því er fram kemur á Facebook síðu lögreglunnar í kvöld. Um er að ræða AB-L87 sem er Lexus IS300H árgerð 2018, ljósgrár að lit, og LR-D39 sem er VW Polo árgerð 2018, hvítur að lit.

Ef einhver hefur upplýsingar um bifreiðarnar biður lögreglan viðkomandi vinsamlegast að hafa samband í síma 444-2800 á milli klukkan 8 og 16 á morgun (eða  aðra virka daga) en að hringja í 112 utan dagvinnutíma.

Meðfylgjandi myndir eru af sams konar bílum.