Fara í efni
Fréttir

Tvær flugvélar Play lentu á Akureyri

Önnur Play þotan á Akureyri í dag. Mynd af Facebook síðu Akureyrarflugvallar.

Tvær flug­vél­ar Play sem áttu að lenda á Kefla­vík­ur­flug­velli þurftu að lenda á Akureyri í dag vegna veðurs fyrir sunnan. Þá lenti ein á Egilsstöðum af sömu orsökum. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, staðfestir þetta við mbl.is.

Mjög hvasst hefur verið í Keflavík og skv. mbl.is hefur a.m.k. fimm flug­ferðum verið af­lýst í kvöld og nótt, hjá Icelanda­ir, Play og Vu­el­ing.