Fara í efni
Fréttir

Töluvert vatnstjón í Ráðhúsinu í nótt

Innrétting á förum! Innrétting á kaffistofu á 2. hæð Ráðhússins er ónýt. Ljósmyndir: Skapti Hallgrím…
Innrétting á förum! Innrétting á kaffistofu á 2. hæð Ráðhússins er ónýt. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Fjórða og efsta hæð Ráðhússins á Akureyri var á floti þegar starfsmenn mættu til vinnu í morgun eftir að krani í eldhúsi bilaði í nótt. Vatn rann niður allar hæðir og tjónið er töluvert þótt ekki sé ljóst hve mikið. Slökkvilið Akureyrar var kallað til og unnu slökkviliðsmenn að því í morgun, ásamt starfsmönnum Ráðhússins, að þurrka upp vatn. Gera má ráð fyrir að gólfefni hafi skemmst og einnig einhver húsgögn. Innrétting í kaffistofu á 2. hæð er til dæmis ónýt og voru smiðir að taka hana niður þegar Akureyri.net bar að garði í morgun.

Sökudólgurinn ... Krani við þennan vaska í eldhúsi á fjórðu hæð bilaði í nótt.