Fara í efni
Fréttir

Tilfinningaþrungnar, andstæðar fylkingar

Afar skiptar skoðanir eru á Akureyri - líklega er það vægt til orða tekið - um þá ákvörðun bæjarstjórnar að banna lausagöngu katta frá 1. janúar 2025. Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og kattaeigandi, sendi Akureyri.net grein til birtingar í morgun. Greinina kallar hann Til varnar Míu og Mómó.

Þóroddur segir meðal annars: „Óvænt ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar á Akureyri um algjört bann við frjálsri för eða „lausagöngu“ katta frá 1. janúar 2025 virðist hafa skipt samfélaginu í tvær andstæðar og tilfinningaþrungnar fylkingar. Harðsnúinn hópur Akureyringa hefur lýst þessum ferfættu bæjarbúum sem plágu sem nánast hefur útrýmt spörfuglunum, gert þarfir sínar í sandkassa barnanna og jafnvel brotist inn á heimili og unnið þar miklar skemmdir. Álíka harðsnúinn hópur hefur lýst yndinu og bæjarprýðinni sem felst í þessum fallegu, sjálfstæðu kattardýrum sem baða sig í sólinni á sumrin og tipla varlega í gegnum snjóskaflana á veturna.“ 

Smellið hér til að lesa grein Þórodds.