Fara í efni
Fréttir

Til hamingju með daginn, kæra Akureyri!

Akureyrarvaka sett í Lystigarðinum á föstudagskvöldið. Frá vinstri: Ásrún Ýr Gestsdóttir bæjarfulltrúi, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Eliza Reid forsetafrú og Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Í dag er 161 ár frá því Akureyrarbær hlaut kaupstaðarréttindi. Því er fagnað ár hvert með Akureyrarvöku helgina sem næst afmælisdeginum og fór hátíðin að þessu sinni fram um liðna helgi, 25.-27. ágúst, eins og Akureyri.net hefur fjallað um.

Fjallað er um hátíðina á vef sveitarfélagsins – akureyri.is – þar sem sjá má fjölda ljósmynda frá Akureyrarvöku. Smellið hér til að sjá myndasyrpuna.

GJÖF STEFÁNS ÞÓRS

Í tilefni afmælisins orti skáldið og íslenskukennarinn Stefán Þór Sæmundsson þrjár sonnettur sem Akureyri.net birti fyrir helgi og skáldið færði þar með heimabæ sínum að gjöf.

Rétt er að birta þær aftur í dag, á afmælisdaginn. Smellið hér til að lesa sonnettur Stefáns Þórs eða hlýða á skáldið lesa kveðskapinn.