Fara í efni
Fréttir

Þrjú smit í gær - enginn á Covid deildum SAk

Hjúkrunarfræðingarnir Berglind Júlíusdóttir, verkefnastjóri Covid göngudeildar SAk, og Sigríður Sólv…
Hjúkrunarfræðingarnir Berglind Júlíusdóttir, verkefnastjóri Covid göngudeildar SAk, og Sigríður Sólveig Stefánsdóttir ásamt Pálma Óskarssyni yfirlækni. Þau sinna öðrum en Covid sjúklingum þessa dagana. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þrír greindust Covid-smitaðir innanlands í gær, þar af voru tveir í sóttkví. Tíu reyndust smitaðir við skimun við komu til landsins.  Enginn liggur á Covid-deildum Sjúkrahússins á Akureyri eins og er, einn var þar fyrir helgi - á gjörgæslu - en var útskrifaður um helgina.

Á upplýsingafundi almannavarna, sem nú stendur yfir, benti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á að vilji þeir Íslend­ing­ar sem búa er­lend­is ná að verja jóla­hátíðinni með sín­um nán­ustu sé síðasti mögulegi komudagur til landsins 18. des­em­ber. Verklag verði óbreytt á landa­mær­um, tvö­föld sýna­taka og fimm til sex daga sótt­kví á milli, og fólk þyrfti því að koma tímanlega til að eiga mögu­leika á að vera laust úr sótt­kví á aðfanga­dag.