Fara í efni
Fréttir

Þórsarar unnu stóran sigur á Samherjum

Harley Bryn Willard gerði fjögur mörk í bikarleiknum i kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar unnu auðveldan sigur á Samherjum í kvöld, 7:0, í 2. umferð bikarkeppninnar í knattspyrnu í Boganum. Að sjálfsögðu var reiknað með því enda leika Samherjar í fjórðu deild Íslandsmótsins og Þórsarar í þeirri næst efstu, Lengjudeildinni. Harley Willard gerði fjögur mörk í leiknum og lagði upp eitt.

Mörkin í leiknum:

  • 1:0 Harley Willard (13. mín.)
  • 2:0 Fannar Daði Malmquist Gíslason (26.)
  • 3:0 Harley Willard (33.)
  • 4:0 Harley Willard (50. víti)
  • 5:0 Harley Willard (60.)
  • 6:0 Bjarki Þór Viðarsson (78.)
  • 7:0 Ásgeir Marinó Baldvinsson (81.)