Fréttir
														
Þórsarar keppa við Vestra á Ísafirði
											
									
		22.10.2021 kl. 14:30
		
							
				
			
			
		
											 
											Ragnar Ágústsson í baráttu við Njarðvíkinga í síðustu umferð. Hann glímir við Vestramenn í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
									Þórsliðið í körfubolta leikur í kvöld við Vestra á Ísafirði í efstu deild Íslandsmótsins, Subway deildinni. Leikurinn hefst klukkan 18.15
Bæði lið eru án stiga eftir tvær umferðir, Vestri tapaði heima gegn Keflavík og síðan fyrir Íslandsmeisturum Þórs í Þorlákshöfn.
Þórsarar töpuðu fyrir Grindvíkingum á útivelli í fyrstu umferðinni og síðan heima gegn Njarðvíkingum. Því er næsta víst að hart verðust barist á Ísafirði í dag.
Leikurinn verður sýndur beint á Facebook síðu Viðburðastofu Vestfjarða. Smellið hér til að horfa.
 
                             
                             
                             
                             
                             
                             
                             
                            