Fara í efni
Fréttir

Þórsarar gerðu 30 mörk en töpuðu samt illa!

Leikur Fram og Þórs í gær var álíka furðulegur og þessi mynd úr bikarleiknum gegn Selfyssingum á dögunum! Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Varnarleikur og markvarsla voru ekki í hávegum höfð þegar Þórsarar mættu ungmennaliði Fram í gær í 8. umferð næst efstu deildar Íslandsmótsins í handbolta, Grill 66 deildarinnar. Hvorki fleiri né færri en 70 mörk voru skoruð - úrslitin urðu 40:30 Frömurum í hag.

Jafnræði var með liðunum framan af en þegar leið á fyrri hálfleik tóku heimamenn forystuna og staðan í hálfleik var 18:14. Þór minnkaði muninn í tvö mörk fljótlega í seinni hálfleik en síðan tóku þeir bláu völdin og Þórsstrákarnir höfðu ekki roð við þeim.

Mörk Þórs: Arnór Þorri Þorsteinsson 7, Brynjar Hólm Grétarsson 7, Aron Hólm Kristjánssoon 6, Jóhann Gunnarsson 3, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Sigurður Ringsted Sigurðsson 2, Friðrik Svavarsson 1, Arnþór Gylfi Finnson 1, Andri Snær Jóhannsson 1.

Varin skot: Kristján Páll Steinsson 8 (16,7%)

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina á vef HSÍ.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.