Fara í efni
Fréttir

Þórsarar gáfu eftir í lokin og töpuðu

Jason Gigliotti var atkvæðamestur Þórsara í leiknum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar töpuðu 103:96 fyrir Þrótti úr Vogum í 1. deild Íslandsmótsins í körfubolta í gærkvöldi eftir að hafa haft góða forystu á tímabili. Leikið var í Sandgerði.

Þórsliðið var sex stigum yfir í hálfleik, Þróttarar komust yfir á ný þriðja leikhluta en að honum loknum voru Þórsarar komnir með átta stiga forskot á ný. Í fjórða og síðasta leikhluta datt botninn hins vegar úr leik Þórs.

  • Skorið eftir leikhlutum: 24:31 – 27:26 – 51:57 – 23:25 – 29:14 – 103:96

Þórsarar; stig - fráköst - stoðsendingar:

Jason Gigliotti 26 - 11 - 2, Harrison Butler 20 - 7 - 3, Reynir Róbertsson 20 - 6 - 2, Smári Jónsson 12 - 8 - 6, Andri Már Jóhannesson 9 - 2 - 0, Michael Walcott 5 - 5 - 3, Róbert Orri Heiðmarsson 4 - 5 - 0.

Þórsarar eru í níunda sæti deildarinnar. Hafa unnið tvo leiki en tapað sex.

Smellið hér til að sjá ítarlega tölfræði á vef KKÍ