Fara í efni
Fréttir

Þorlákur tekur við Þórsliðinu

Þorlákur tekur við Þórsliðinu

Þorlákur Árnason verður næsti þjálfari karlaliðs Þórs í knattspyrnu, skv. heimildum Akureyri.net. Þórsarar hafa boðað til blaðamannafundar síðdegis þar sem formlega verður tilkynnt um ráðninguna.

Þorlákur er 52 ára og margreyndur í faginu. Hann hefur þjálfað bæði meistaraflokka í karla- og kvennaflokki og yngri landslið Íslands. Þorlákur var síðan yfirmaður hæfileikamótunar hjá KSÍ, áður en hann var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Knattspyrnusambandi Hong Kong; til þess að „gera fimm ára plan með áherslu á landsliðin og akademíurnar í landinu. Mínir kraftar hafa mest farið í það að bæta akademíurnar hjá stóru liðunum þar,“ sagði Þorlákur í samtali við Vísi í ágúst. Hann starfaði í Hong Kong frá því snemma árs 2019 þar til í sumar.