Fara í efni
Fréttir

Þorláksfriðarmessa á stríðstímum

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Friðarganga var á Akureyri í kvöld eins og hefð er orðin fyrir að kvöldi Þorláksmessu. Gengið var frá Samkomuhúsinu út á Ráðhústorg.

Í auglýsingu um fundinn var talað um friðargöngu á stríðstímum og Þorláksfriðarmessu og ekki að ósekju. Þórarinn Hjartarson sagnfræðingur og stálsmiður flutti ávarp þar sem fólk safnaðist saman á Ráðhústorgi og Svavar Knútur tók síðan lagið.