Fara í efni
Fréttir

Þór/KA varð tvöfaldur meistari í Barcelona

Leikmenn 2006 Þórs/KA-liðsins fagna í Barcelona um helgina.

Tvö lið frá Þór/KA fengu gullverðlaun á knattspyrnumótinu Barcelona Girls Cup um helgina.

„A-lið skipað leikmönnum fæddum 2005 og 2006 vann Barcelona Girls Cup með 2-0 sigri á heimaliðinu UD Viladecans í úrslitaleik, með mörkum frá Sonju Björg Sigurðardóttur og Bríeti Jóhannsdóttur,“ segir á heimasíðu Þórs/KA. „Liðið fór því í gegnum mótið án þess að fá á sig mark, vann alla leiki sína.“

A-liðið í 2007 árgangnum vann einnig til gullverðlauna með því að sigra lið Epsom & Ewell Colts 1:0 í úrslitaleiknum. Karlotta Björk Andradóttir skoraði eina mark úrslitaleiksins.

Leikmenn Þórs/KA unnu einnig til nokkurra einstaklingsverðlauna:

  • Karlotta Björk Andradóttir varð markahæst allra í keppni 2007 liðanna.
  • Ísabella Óskarsdóttir var valin besti markmaður í keppni 2006 liðanna.
  • Emelía Ósk Krüger var valin besti leikmaður mótsins í keppni 2006 liðanna.

Fleiri lið frá Þór/KA tóku þátt í mótinu. Nánar hér

Eldra Þórs/KA-liðið sem vann gull, stelpur fæddar 2005 og 2006. Efri röð frá vinstri: Ólína Helga Sigþórsdóttir, Bríet Jóhannsdóttir, Arna Rut Orradóttir, Amalía Árnadóttir, Helga Dís Hafsteinsdóttir, Hildur Jana Hilmarsdóttir, Sigrún Rósa Víðisdóttir og Júlía Margrét Sveinsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Sonja Björg Sigurðardóttir, Ísabella Júlía Óskarsdóttir, Krista Dís Kristinsdóttir, Emelía Ósk Krüger og Anna Guðný Sveinsdóttir.

Yngra Þórs/KA-liðið sem vann gull, stelpur fæddar 2007. Efri röð frá vinstri: Hildur Anna Birgisdóttir, Nína Rut Arnardóttir, Elísabet Aðalheiður Stefánsdóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir, Karen Dögg Birgisdóttir, Hólmdís Rut Einarsdóttir og Tinna Sverrisdóttir. Neðri röð frá vinstri: Karlotta Björk Andradóttir, Sunna Þórveig Guðjónsdóttir, Klara Partaguez Solar, Katla Bjarnadóttir og Rebekka Sunna Brynjarsdóttir.