Fara í efni
Fréttir

Þorgerður Katrín með opinn fund á fimmtudag

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra.

Viðreisn boðar til opins fundar með Þorgerði Katrínu fimmtudaginn 29. maí kl. 10.30. Fundurinn verður haldinn á Múlabergi, Hótel KEA. „Öll eru hjartanlega velkomin til samtals um ríkisstjórnina, stjórnmálaástandið og heimsmálin,“ segir í tilkynningu frá flokknum.

Að fundi loknum mun Viðreisn á Akureyri halda aðalfund sinn á sama stað.